Miðvikudaginn 16. maí klukkan 20.00 er þér boðið á útskriftartónleika Ásu Margrétar Bjartmarz í Tjarnarbíói.

Síðustu þrjú árin hefur hún stundað nám við Listaháskóla Íslands í skapandi tónlistarmiðlun og útskrifast þaðan með BA gráðu nú í vor.

Á námstímanum hefur Ása lagt áherslu á að þjálfa og þroska raddhæfileika sína og þroskast sem lagahöfundur. Síðasta skólaárið fékk hún tækifæri til að gerast skiptinemi í Staffordshire University í Englandi og auka m.a. skilning sinn og þekkingu á tónlistarframleiðslu.

Flutningur hennar byggir á þessum þremur atriðum en einnig að gefa innsýn í hvernig hljóð og mynd geta haldist í hendur.

Með það að leiðarljósi samdi hún og framleiddi þriggja mínútna hljóðrit og fjögur lög sem flutt verða á tónleikunum. Eitt laganna samdi hún í samvinnu við Ragnhildi Veigarsdóttur og meðframeiðlandi Ásu á því lagi er Ryan Andrews.

Tónsmíðin og framleiðsla (production) þeirra byggja á orðum og tilfinningum þátttakenda verkefnisins þar sem Ása Margrét fékk nokkra hópa til að horfa á myndefnið án tónlistar. Til að skapa andstæður mun hún varpa myndskeiðum eða ‘visuals’ sem eru unnin af orðum eða tilfinningum sem þátttakendur verkefnisins notuðu til að lýsa lögum hennar.

Ragnhildur Veigarsdóttir, söngur og hljómborð, kemur fram með Ásu Margréti á tónleikunum

Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.