Fyrir hverja er námskeiðið: Hagnýtt námskeið fyrir listafólk og kennara sem stýra verkefnum innan og utan stofnanna.

Í námskeiðinu skipuleggja nemendur sjálfstæð verkefni í tengslum við atvinnulífið. Farið er yfir aðferðir við þróun, skipulagningu og stjórnun nýrra listviðburða og rýnt í áætlanagerð, fjáröflun, áhættumat, markmiðasetningu, kynningarmál, tengslanet, framkvæmd og matsaðferðir. Nemendur vinna að eigin verkefni sem einstaklingar eða í hópum.

Námsmat: Þátttaka, virkni og verkefnaskil

Kennari: Frímann Sigurðsson hefur lokið námi í verkefna- og verkferlastjórnun frá Kaospilot í Danmörku og markþjálfun og leiðtogaþjálfun frá Coaching Training Institute í Bandaríkjunum. Frímann hefur starfað við ráðgjöf, kennslu og þjálfun fyrir einstaklinga og hópa sem og stjórnun vinnuferla og verkefna. 

Staður og stund: Miðvikudagar 13- 15.50.

Tímabil: 18. október- 13. desember 2017.

Verð: 73.500 kr. (án eininga) – 91.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.