Fyrir hverja er námskeiðið: 

Hugað verður að listrænni sköpun og miðlun á leikrænu efni í hljóðmiðlum. Áhersla verður lögð á hinar ýmsu aðferðir útvarpsleikhússins en einnig verður skoðað hvernig nota má listrænar og skapandi nálganir við framleiðslu á heimildaverkum og öðru hljóðefni. Kynnt verða fyrir nemendum ýmisskonar hljóðverk og þau rædd og skilgreind. Kynnt verð til sögunnar helstu verkfæri hljóðlistamannsins hvað varðar upptökutækni og samsetningu. Einnig munu nemendur gera verklegar tilraunir á meðan á námskeiðinu stendur.

Námsmat: Símat

Kennari: Þorgerður E. Sigurðardóttir

Staður og stund: Kennt í Útvarpshúsinu , Efstaleiti, mán. til fös 13:00 – 15:50

Tímabil: 09.01 – 20.01. 2017

Forkröfur: Stúdentspróf

Nánari upplýsingar: Vigdís Másdóttir, verkefnastjóri sviðslistadeildar: vigdismas [at] lhi.is