Lánþegar

Bókasafn LHÍ er opið öllum. Nemendur og starfsfólk LHÍ eru lánþegar án endurgjalds en aðrir geta orðið lánþegar safnsins með því að greiða árgjald skv. gjaldskrá gegn framvísun skilríkja.  Útskrifaðir nemendur fá ókeypis aðgang að safninu í eitt ár eftir útskrift. Lánþegaréttindi má endurnýja sé lánþegi skuldlaus við safnið.  Lánþegar sem komnir eru í mikil vanskil geta átt á hættu að missa lánsrétt sinn og rétt til að endurnýja þau rit sem þeir hafa að láni þangað til þeir hafa gert upp.

Ábyrgð lánþega
  • Lánþegi ber fulla ábyrgð á þeim ritum sem lánuð eru út til hans.
  • Glatist eða skemmist rit í útláni, áskilur bókasafnið sér rétt til að innheimta bætur.
  • Lánþegar eru vinsamlegast beðnir að sinna tilkynningum um vanskil á gögnum safnsins.
Útlánstími:
  • Bækur 14 dagar
  • Nótur og leikhandrit 30 dagar
  • Tímarit 3 dagar
  • Myndbönd eru eingöngu til notkunar innanhúss
  • Rit í námsbókasafni eru lánuð út í 3 eða 7 daga
  • Við sérstakar aðstæður, t.d. vegna kennslu er hægt að fá ýmsar handbækur safnsins í skammtímalán (1-3 daga lán) eftir samkomulagi.  Alfræðirit, orðabækur, vegvísar og fleiri þess háttar uppflettirit eru ekki lánuð út.
Endurnýjun lána:
  • Heimilt er að endurnýja útlán á gögnum ef enginn lánþegi er skráður á biðlista eftir þeim.  
  • Lánþegar geta sjálfir endurnýjað útlán tvisvar á Leitir.is.
Rit tekin frá
  • Lánþegar geta sjálfir tekið frá efni á Leitir.is eða óskað eftir að rit sem er í útláni sé tekið frá fyrir þá.  Lánþeginn fær svo tilkynningu þegar ritiið er tilbúið til útláns.