Umsóknarferli

Umsókn um nám í Listaháskóla Íslands er á stöðluðu rafrænu formi.
 
Umsóknarferlið er í þremur skrefum, fyrst er sótt um rafrænt, síðan er umsóknargjald borgað og þriðja skrefið er að prenta út umsóknina. Síðan þarf að skila umsókninni á skrifstofu viðkomandi deildar auk annarra umsóknargagna sem viðkomandi deild óskar eftir. Athugið að ljósmynd þarf að fylgja rafrænni umsókn.
 
Umsóknir sem sendar eru í pósti skulu póstlagðar eigi síðar en auglýstur frestur rennur út. Umsóknargjald er 5.000 kr. Hægt er að vista umsókn á meðan verið er að vinna í henni.
 

Umsóknin

Til að umsókn sé fullgild þarf að borga umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum:
 
1. Rafræn umsókn
 
3. Prentuð og undirrituð umsókn
 
4. Staðfest afrit af prófskírteinum (ljósrit gildir ekki)
Umsækjendur verða að skila staðfestum afritum af prófskírteinum, þ.e.stúdentsprófi og staðfestingu á undangengnu  tónlistarnámi.
 

Inntökuferli

Inntökuferlið er í eftirfarandi þrepum:
  • Umsóknir eru metnar bæði með tilliti til almennra og sérstakra skilyrða
  • Stöðupróf í tónfræðigreinum: föstudaginn 28. apríl eða 5. maí 2017
  • Inntökupróf: helgina 6.-7. maí 2017
  • Endanlegar niðurstöður: tilkynntar fyrir lok maí 2017
 

Inntökupróf

Á inntökuprófi í hljóðfæraleik skal leika eina æfingu/etýðu eða einleiksverk sem sýnir tæknilega færni viðkomandi og tvö verk frá mismunandi tímabilum tónlistarsögunnar sem sýna breidd í færni og túlkun. 

Verk sem mælt er með að séu á efnisskránni:

  • Blásturshljóðfæri: leikinn sé 1. þáttur úr klassískum konsert
  • Strengjahljóðfæri: leikið sé Bach einleiksverk
  • Píanó: leikinn sé 1. þáttur úr klassískri sónötu

Lengd 20-30 mín.

 

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði greinast í almenn og sérstök inntökuskilyrði.
 
Almenn inntökuskilyrði: Miðað er við að umsækjendur um bakkalárnám hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi.
 
Sérstök inntökuskilyrði: Umsækjandi um nám í hljóðfærakennslu þarf að hafa lokið námi eða stundar nám á framhaldsstigi samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskólanna eða sambærilegu námi. 
 
Allir sem uppfylla inntökuskilyrði eru boðaðir í stöðupróf í tónfræði, hljómfræði og tónheyrn.
 

Undanþágur vegna inntöku

Listaháskólanum er heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu.