Umfjöllun og gagnrýni um sviðslistir, 2 ects

Lýsing:
Í námskeiðinu verður farið í umfjöllun og gagnrýni í opinberri umræðu um sviðslistir, þau lögmál sem þar gilda, gæðamat, vægi og hlutverk. Skoðuð verða dæmi úr umræðu um samtímasviðslistir á Íslandi og þátttakendur í umræðunni miðla af reynslu sinni. Í lok námskeiðsins skrifa nemendur umfjöllun um einstaka listamenn eða hópa, auk gagnrýni um sýningar sem eru í gangi. 

Hæfniviðmið:
Í lok námskeiðs eiga nemendur að:  

•   sýna þekkingu á helstu straumum í íslensku sviðslistaumhverfi, stöðu sviðslista í samtímanum og þeim forsendum sem liggja þar til grundvallar, 
•   sýna hæfni til að greina og meta viðburði innan sviðslista og getu til að rökstyðja skoðanir sínar og mat,
•   sýna hæfni til að leita sér upplýsinga um samtímasviðslistir og færni til að vinna úr þeim, 
•   geta lagt sjálfstætt mat á þær aðferðir sem nýttar eru innan sviðslista og greint viðfangefni og útfærslu þeirra á gagnrýninn hátt,  
•   hafa tileinkað sér gagnrýna sýn á verk einstakra listamanna og hópa og geta tekið þátt í opinberri umræðu um sviðslistir.  

Námsmat: Verkefni.  

Umsjónarkennari: Karl Ágúst Þorbergsson