Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja tileinka sér leikni á ukulele og einnig kanna möguleika þess til kennslu. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.

ATH. Námskeiðið er kennt á ensku. 

Námskeiðið er byggt upp sem kynning og leikniþjálfun á ukulele. Farið er í grip, tónlistarstíltegundir, ryþma, skala, laglínur og spilatækni þar sem kennari velur efni við hæfi. Möguleikar ukuleles til kennslu eru kannaðir.

Dæmi um efni:
tónlistarstíltegundir eins og blús, reggae, bossanova, vals, írskt jig og fleira, þjálfun í spilatækni og ryþmískum undirleik í takttegundum eins og 2/4, 3/4, 4/4, 5/8, 6/8,  spilatækni varðandi hljómhvörf, „strum“, „plokk“, sýnkópur og laglínumótun, íslensk þjóðlög í einföldum útsetningum, jólalög og barnalög, dægurlög og þjóðlög annarra landa, gildi og möguleikar ukuleles til kennslu.
 
Námsmat: Verkefni, óformlegir tónleikar. 

Kennari: Andres Camilo Ramon Rubiano.

Staður og stund: Laugarnes. Miðvikudagar kl. 16- 17.30

Tímabil: 4. október- 6. desember. 

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409