Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim listamönnum og kennurum sem vilja tileinka sér þrívíða litavinnu í kennslu/ miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Í námskeiðinu eru litir kannaðir, bæði viðlæg og frádræg litablöndun. Gerðar eru tilraunir með liti og skynjun. Kannað er hvaða áhrif litir hafa á hver annan og hvernig hægt er að hafa áhrif á dýpt og rými í tvívíðri og þrívíðri vinnu með litasamsetningum og birtu. Litblöndun ljóss og skuggaáhrif eru könnuð.

Námsmat: Verkefni og virkni.

Kennari: Eygló Harðardóttir.

Staður og stund: Laugarnes. ​2., 3., 9., og 10. september. kl. 10-13. Athugið- helgarnámskeið. 

Tímabil: 2. september- 10. september. 

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: BA-gráða eða sambærilegt nám. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409