ÞETTA NÁMSKEIÐ ER FULLBÓKAÐ OG ÞVÍ EKKI HÆGT AÐ SÆKJA UM. 
 
Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim listamönnum og kennurum sem vilja tileinka sér þrívíða litavinnu í kennslu/miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Í námskeiðinu eru litir kannaðir, bæði viðlæg og frádræg litablöndun. Gerðar eru tilraunir með liti og skynjun. Kannað er hvaða áhrif litir hafa á hver annan og hvernig hægt er að hafa áhrif á dýpt og rými í tvívíðri og þrívíðri vinnu með litasamsetningum og birtu. Litblöndun ljóss og skuggaáhrif eru könnuð.
 
Námsmat: Verkefni og virkni.
 
Kennari: Eygló Harðardóttir.
 
Staður og stund: Laugarnes, laugardaga og sunnudaga kl: 10.00-13.30.
 
Tímabil: 14. september- 22. september 2019.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249.