Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa hug á að tileinka sér námsaðferðir leikskólabarna. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
Námskeið þar sem farið er yfir helstu kenningar um leik barna og rýnt verður í opinbera stefnu, um leik og nám leikskólabarna. Megináhersla verður á hlutverk og gildi leiks; sem námsaðferð og í samþættingu námssviða. Rýnt verður í fjölbreyttar birtingarmyndir náms í leik barna og skoðað hvernig leikurinn getur veitt aukinn skilning á námi barna. Kynnt verður aðferð til að skrá og ígrunda leik barna. 
Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:
· geta beitt helstu kenningum og hugtökum um leik barna,
· hafa öðlast skilning á gildi leiks í námi leikskólabarna,
· geta beitt leik í samþættingu námssviða í leikskólastarfi,
· geta skráð og ígrundað leik barna.
 
Námsmat: Verkefni
Kennari: Anna Gréta Guðmundsdóttir  
Staður og stund: Laugarnes, föstudagar kl. 13:00-15:50  
Tímabil: 17. febrúar til 31. mars 2023 
Einingar: 6 ECTS.
Forkröfur: Námskeiðið er opið kennurum og listafólki með BA gráðu/ sambærilegt nám eða öðru fólki með starfsreynslu með börnum/ ungmennum.
Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum).
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Nánari upplýsingar: Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóra, karolinas [at] lhi.is
Kennsluskrá: https://ugla.lhi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=76...