Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er opið kennurum og listafólki með BA gráðu eða sambærilegt nám. Námskeiðið nýtist kennurum og listafólki sem sinnir kennslu og miðlun á breiðum vettvangi og vill nýta sér skapandi nálgun í textíl tækni við miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 

Í námskeiðinu er lögð áhersla á skapandi nálgun og tilraunir í textíl. Áhersla verður á að tengja á milli hefðbundinna og nýstárlegra nálgana í textíl. Nemendur gera tilraunir með fjölbreytt efni bæði í höndunum og með eigin áhöldum. Nemendur verða hvattir til að þenja mörk hefðbundinnar textílvinnslu með því að gera margar skissur og tilraunir áður en þeir þróa einhverja þeirra í lokaniðurstöðu. Áhersla er lögð á frumkvæði og skapandi nálgun. Með því að leggja áherslu á tilraunir og leitarnám öðlast þátttakendur fjölbreytta reynsu á ýmskonar textíl tækni og læra hverjir af öðrum. Þátttakendur námskeiðsins eru hvattir til að setja vinnulag námskeiðsins í samhengi við áherslur í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla.

Námsmat: Til að standast námskeiðið  þurfa nemendur að skila ferilmöppu með skissum, umfjöllun um tilraunir, listamenn og hugleiðingum um tengsl við kennslu.

Kennari: Hildur Bjarnadóttir er myndlistarmaður sem starfað hefur á Íslandi í Bandaríkjunum og nú seinustu þrjú ár í Noregi þar sem hún hefur sinnt þriggja ára rannsóknarstöðu í myndlist við Listaháskólann í Bergen. Verk hennar eiga rætur sínar í vefnaði og málverki. Nýjustu verkefni hennar skoða persónuleg tengsl hennar við landsskika í Flóanum á suðurlandi í gegnum plönturnar sem þar vaxa. Hildur er með MFA gráðu í myndlist frá Pratt Institute í New York og diplóma í kennslufræði frá Listaháskóla Íslands.

Staður og stund: Nánari upplýsingar síðar.

Tímabil: Nánari upplýsingar síðar.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409