Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja læra um og tileinka sér mismunandi notkun ólíkra texta í listaverkum. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 

Í námskeiðinu eru nemendur þjálfaðir í að beita gagnrýnni og skapandi hugsun. Nemendur skoða textaverk og notkun texta í listaverkum og nánasta umhverfi. Að geta greint ólíkar gerðir texta og notkun þeirra í verkum og hugmyndavinnu listamanna opnar nýja sýn fyrir nemendum. Í áfanganum er ætlast til að nemendur fari út fyrir boxið og vinni sjálfstæða hugmynda- og verkefnavinnu og þjálfist í notkun texta í verkum. Farið er yfir ólíkar aðferðir við notkun texta í listaverkum. Fjallað er um ólíkan efnivið sem hægt er að vinna með við gerð textaverka, þ.m.t. endurvinnanleg efni svo sem pappír, pappa, plast og fleira.
 
Námsmat: Virkni og verkefnaskil.

Kennari: Jóna Hlíf Halldórsdóttir.

Staður og stund: Laugarnes, tími tilkynntur síðar.

Tímabil: Tilkynnt síðar.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum). 

Forkröfur:  BA. gráða eða sambærilegt nám.

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409