Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja læra um og tileinka sér mismunandi notkun ólíkra texta í listaverkum. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu eru nemendur þjálfaðir í að beita gagnrýnni og skapandi hugsun. Nemendur skoða textaverk og notkun texta í listaverkum og nánasta umhverfi. Að geta greint ólíkar gerðir texta og notkun þeirra í verkum og hugmyndavinnu listamanna opnar nýja sýn fyrir nemendum.
 
Í áfanganum er ætlast til að nemendur fari út fyrir kassann og vinni sjálfstæða hugmynda- og verkefnavinnu og þjálfist í notkun texta í verkum. Farið er yfir ólíkar aðferðir við notkun texta í listaverkum. Fjallað er um ólíkan efnivið sem hægt er að vinna með við gerð textaverka, þ.m.t. endurvinnanleg efni svo sem pappír, pappa, plast og fleira.
 
Námsmat: Virkni og verkefnaskil.
 
Kennari: Jóna Hlíf Halldórsdóttir.
 
Staður og stund: Laugarnes.
 
30.01.2020 16:00 - 18:50
01.02.2020 10:00 - 15:00
03.02.2020 16:00 - 18:50
06.02.2020 16:00 - 18:50
 
Tímabil: 30. janúar - 6. febrúar 2020.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur:  BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249