Umsókn um nám í sviðslistadeild

Í sviðslistadeild eru þrjár námsbrautir á bakkalárstigi: leikarabraut, samtímadansbraut, og sviðshöfundabraut.  Opið er fyrir umsóknir í BA nám í sviðslistadeild annað hvert ár. Tekið er inn í MFA nám sviðslistadeildar árlega.

Meistaranám í sviðslistum

  • Frestur til að skila inn umsóknum er til 21. apríl 2017
  • Umsóknum er svarað um miðjan júní 2017
  • Haustönn hefst 20. ágúst 2017
  • Umsóknargjald er 5000 ISK
  • Skólagjöld fyrir árið 2016-17 eru 1.194.000 (þrjár annir, allt námið). Námið er lánshæft hjá LÍN

Til að umsókn sé fullgild í meistaranám þarf að greiða umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum.

  • Rafræn umsókn
  • Prentuð og undirituð umsókn
  • Staðfest afrit af prófskírteinum
  • Forsendur umsóknar (sjá inntökuferli)
  • Einstaklingsverkefni/rannsóknartillaga (sjá inntökuferli)
  • Ferilmappa (sjá inntökuferli)
  • Ferilskrá
  • Meðmælabréf frá að minnsta kosti tveimur meðmælendum, 1) kennara/leiðbeinandi, og 2) starfstengt.

Fylgiskjöl skulu send á PDF-formi á netfangið mfaperformingarts [at] lhi.is

Samtímadans og sviðshöfundabraut

  • Frestur til að skila inn umsóknum er 31.mars 2018
  • Inntökupróf fara fram 9. -23. apríl 2018
  • Umsóknum er svarað í lok maí 2018
  • Haustönn hefst 22. ágúst 2018
  • Umsóknargjald er 5000 ISK
  • Skólagjöld (2016-17) eru 490.000 ISK fyrir heitl skólaár. Námið er lánshæft hjá LÍN.

Samtímadansbraut

Næst verður tekið inn á samtímadansbraut vorið 2018.

Inntökuferli
Skilyrði er að nemendur hafi lokið stúdentsprófi og æskilegt að þeir hafi lokið framhaldsstigi í dansi eða sambærilegu námi. Inntökunefnd velur úr hópi umsækjenda, en auk mats á umsóknum með tilliti til formlegra skilyrða byggir valið á verklegu inntökuprófi og viðtölum:

  • Mat á umsóknum með tilliti til formlegra skilyrða
  • Inntökupróf 1. þrep (skipt í hópa, 1/2 dagur hver hópur)
  • Inntökupróf 2. þrep úrtakshópar (1/2 dagur hver hópur)
  • Inntökupróf 3. þrep, úrtakshópur (3 dagar)

Umsóknin
Umsækjendur um dansnámið skulu safna sýnishornum af verkum sínum saman í möppu (portfólíó) sem þeir senda inn með umsókn um námið. Mappan skal innihalda ekki færri en fimm sýnishorn og ekki fleiri en tíu, sem eiga að endurspegla persónuleika nemandans, varpa ljósi á helstu hugðarefni hans og úr þeim á að vera hægt að lesa hvaða hæfileika hann hefur til frumlegrar sköpunar og framsetningar á hugmyndum sínum. Í raun rúmast allt innan möppunnar sem að mati nemandans getur með einum eða öðrum hætti lýst því sem hann vill ná fram með vinnu sinni á viðkomandi sviði og getur vitnað til um hvort hann hefur hæfileika til að koma því á framfæri við aðra.

Nánari upplýsingar: sveinbjorg [at] lhi.is (Sveinbjörg Þórhallsdóttir)

, lektor og fagstjóri

Sviðshöfundabraut

Næst verður tekið inná sviðshöfundabraut vorið 2018

Inntökuferli
Skilyrði er að nemendur hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun. Þeir sem ekki hafa stúdentspróf þurfa að tilgreina það nám sem þeir telja sambærilegt. Annað listnám en leiklistarnám er tekið til greina þegar umsókn er metin. Sérskipuð inntökunefnd velur umsækjendur úr hópnum og er þeim boðið í viðtöl og inntökupróf. Prófin samanstanda af verklegum og skriflegum æfingum. Að þessu loknu fá allt að 10 einstaklingar boð um skólavist.

Umsóknin
Umsækjendur á sviðshöfundabraut skulu safna sýnishornum af verkum sínum saman i möppu (portfólíó) sem þeir senda inn með umsókn um námið. Mappan skal innihalda ekki fleiri en fimm sýnishorn, sem eiga að endurspegla persónuleika nemandans, varpa ljósi á helstu hugðarefni hans og úr þeim á að vera hægt að lesa hvaða hæfileika hann hefur til frumlegrar sköpunar og framsetningar á hugmyndum sínum. Í raun rúmast allt innan möppunnar sem að mati nemandans sjálfs getur með einum eða öðrum hætti lýst því sem hann vill ná fram með vinnu sinni á viðkomandi sviði og getur vitnað til um hvort hann hefur hæfileika til að koma því á framfæri við aðra. Sem dæmi um innihald möppunar eru: ritgerðir, ljóð, sögur, stuttmyndir, leik- eða kvikmyndahandrit og upptökur af verkum.

Nánari upplýsingar: una [at] lhi.is (Una Þorleifsdóttir)

, lektor og fagstjóri.

Leikarabraut

Næsti umsóknarfrestur inn á leikarabraut er í desember 2017 fyrir skólaárið 2018-2019.

Inntökuferli
Skilyrði er að nemendur hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun. Í öllum tilfellum þurfa umsækjendur að hafa lokið hið minnsta 105 einungum á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs.  Við inntöku í leikaranámið er skipuð sérstök inntökunefnd sem velur nemendur úr hópi umsækjenda, valið byggir á inntökuprófi og viðtölum. 

Dómnefnd hefur eftirfarandi þætti til viðmiðunar við mat á umsækjendum: Hugmyndaauðgi, líkamsbeyting, rýmisskynjun, raddbeyting, textavinna, samvinna, tjáning og gagnrýnin hugsun og samsömunarhæfni.

Ferlið er eftirfarandi:

  • Mat á umsóknum með tilliti til formlegra skilyrða
  • Inntökupróf 1. þrep (skipt í hópa, 1/2 dagur hver hópur)
  • Inntökupróf 2. þrep úrtakshópar (1/2 dagur hver hópur)
  • Inntökupróf 3. þrep, úrtakshópur (3 dagar)

Umsækjendur skulu undirbúa 3 verkefni sem samanlagt mega ekki taka meira en 6 mínútur í flutningi. Tvö þeirra skulu vera eintöl. Annað eintalið skal vera í bundnu máli (leiktexti, ekki ljóð). Hitt eintalið skal vera leiktexti í óbundnu máli. Þriðja verkefnið skal vera eintal, atriði eða gjörningur, sem umsækjandi telur að endurspegli hann og hans hugðarefni. Þessi þáttur má taka það form sem umsækjandi telur við hæfi. Við undirbúning er umsækjendum bent á að velta fyrir sér þeim þáttum sem dómnefnd hefur til viðmiðunar um mat á framlagi þeirra. Áhersla er lögð á að verkefnin séu ólík.

Umsækjendur sem fara áfram í úrtökuhóp 2. og 3. munu fá sendar upplýsingar um frekari undirbúning.

Prófið samanstendur af mörgum ólíkum þáttum t.a.m dans- og líkamsæfingum og er mælst er til að umsækjendur komi í hentugum fatnaði.

Að inntökuferli loknu er allt að 10 einstaklingum boðin skólavist.

Nánari upplýsingar: stefan [at] lhi.is (Stefán Jónsson)

, prófessor og fagstjóri leikarabrautar.