Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa áhuga á að fræðast um helstu tónlistarstefnur og stíla í suður-amerískri þjóðlagatónlist. Námskeiðið er valnámskeið á bakkalár-stigi tónlistardeildar.
 
 
Í námskeiðinu er farið yfir þær landfræðilegu, sögulegu og menningarlegu forsendur sem hafa mótað helstu tónlistarstefnur og stíla í þjóðlagatónlist suður amerískra landa, sem og helstu einkenni þeirra. Námskeiðið skiptist í fjóra fyrirlestra og fjórar vinnustofur. Í fyrirlestrunum verður leitast við að bregða ljósi á þær aðstæður sem hafa mótað helstu tónlistarstefnur í suður ameriskri þjóðlagatónlist. Í vinnustofunum er ætlast til að nemendur æfi upp samleiksverk sem tilheyra mismunandi löndum og stílum.
 
Námsmat: Verkefni, próf, flutningur
 
Kennari: Andres Camilo Ramon Rubiano 
 
Staður og stund: Skipholt 31. Tímasetningar auglýstar síðar.
 
Tímabil: Haust, 2018.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA-gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar:  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: indra@lhi.is.