Fyrir hver er námskeiðið: Þetta námskeið er kennt á ensku. Námskeiðið hentar fyrir kennara/ listamenn sem kenna sjónlistir á mismunandi menntunarstigi og vilja bæta við sig þekkingu og færni með notkun efnis og þemu.
 
Með því að skoða hugmyndir, efnistök og málefni í samtímalist læra kennaranemar að aðlaga og túlka þessar hugmyndir í menntaumhverfi með börnum og unglingum. Ýmis umræðuefni, efnistök og málefni hvetja til rannsóknar á ferlum, eiginleikum og túlkunarmöguleikum efniviðs af margvíslegum toga, s.s. fundnum á vettvangi og endurunnum efnum.
 
Í námskeiðinu er miðað að því að þróa ákveðna nálgun sem líkir ekki eftir þemum, venjum, eða umhugsunarmálum samtímalistar, heldur er leitast eftir að styðja við hugmyndina um aðlögun, túlkun og merkingasköpun. Nemendur vinna með ýmis efni og skoða leiðir til nýta þann efnivið til að byggja upp og hvetja barna- og unglingahópa.
 
Námskeiðið samanstendur af stuttum fyrirlestrum, sýnikennslu, hópavinnu, einkakennslu og praktík. Hvatningin á bak við verkefnavinnuna byggist á þeirri hugmynd að við lifum í myndmáli okkar menningar (Carter, 2008, p. 100).
 
Námsmat: Mæting, leiðsagnarmappa, yfirlitsmappa.
 
Kennari: Louise Harris.
 
Staður og stund: Laugarnes. Nánari upplýsingar síðar.
 
Tímabil: Nánari upplýsingar síðar, 2020.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án ETCS) / 40.800 kr. (með ETCS).
 
Forkröfur: Góð enskukunnátta. Námskeiðið er fyrir kennara og listamenn með B.A. gráðu eða sambærilega menntun. Skylda fyrir sjónlistafólk í meistaranámi í listkennslu.
 
Further information: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar: olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249