Markmið Listaháskólans er að styrkja rannsóknarmenningu á fræðasviði lista og eignast ríkari hlutdeild í rannsóknarsamfélaginu á Íslandi.
 
 
Öflugt rannsóknarstarf er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar.
 
 
 
Stefna skólans er að:
-Tryggja nauðsynlegt fjármagn til að styrkja innviði og auka þekkingarsköpun á fræðasviði lista.
-Efla hlut akademískra starfsmanna í úthlutunum úr opinberum samkeppnissjóðum í vísinda- og nýsköpunarkerfinu hér á landi.
-Efla stoðþjónustu og styrkja innviði rannsóknarstarfs við skólann með tilliti til samlegðar þvert á greinar.
-Efla alþjóðlegt samstarf um rannsóknir í listum.
-Styrkja samþættingu rannsókna og kennslu við skólann.