Fyrir hverja er námskeiðið: Tónlistarkennara og tónlistarfólk með BA gráðu eða sambærilega menntun

Í aðalnámskrá tónlistarskóla er gert ráð fyrir að tónlistarnemendur spreyti sig á spuna og læri að útsetja og semja tónlist. Í þessu námskeiði verða mismunandi aðferðir sem hægt er að beita við skapandi tónlistarnám skoðaðar. Spunaaðferðir sem nýta má í kennslu verða kynntar sem og mismunandi leiðir til að útsetja og semja á grunn- og miðstigi.

Námskeiðið byggist á innlögnum reyndra tónlistarmanna / tónlistarkennara sem leiðbeina á námskeiðinu og kynna ólíkar leiðir að skapandi tónlistarnámi. Námskeiðið er á meistarastigi.

Námsmat: Verkefni, umræður, vinnustofur. 

Kennari: Guðni Franzson, Marta Hrafnsdótir, Laufey Kristinsdóttir

Staður og stund: Sölvhólsgata 13, miðvikudaga kl. 09:20-12:10

Tímabil: 18. janúar- 29.mars

Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt tónlistarnám

Verð: 30.000 (án eininga) / 40.000 (með einingum)

Nánari upplýsingar: Elín Anna Ísaksdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: elinanna [at] lhi.is