Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er opið kennurum og listafólki með BA gráðu eða sambærilegt nám. Námskeiðið nýtist öllum sem vinna með texta í starfi sínu, kennslu eða skrifa sér til ánægju.Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.

Í námskeiðinu fá nemendur að spreyta sig á fjölbreyttum aðferðum við að skrifa texta í ýmsu samhengi. Áhersla er lögð á aðferðir sem leysa sköpunarkraftinn úr læðingi og losa um hömlur.

Námsmat: Verkefni, þátttaka og virkni

Kennari: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, ljóðskáld, rithöfundur, tónlistarmaður og útgefandi, gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 1977 og hefur síðan sent frá sér fjölda ljóðabóka með frumortum og þýddum ljóðum, eina skáldsögu og á annan tug barnabóka. Ennfremur söngljóð og tónlist á fjölmörgum geisladiskum. Frá árinu 1992 hefur hann auk þess rekið útgáfuna Dimmu, sem gefur út bækur og tónlist.

Staður og stund: Laugarnes. Föstudagar kl. 9.20- 12.10.      

Tímabil: 15. september- 17. nóvember 2017.

Verð: 49.000 kr. (án eininga) – 61.200 kr. (með einingum).

Forkröfur: B.A. gráða eða sambærilegt nám.

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar: olofhugrun@lhi.is / 520 2409