Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar vel fyrir starfandi kennara úr öllum greinum, leiðbeinendur í frístundaheimilum, kennaranema og listafólk sem hefur áhuga á að notast við aðferðir sirkuss sem tól í kennslu nemenda á yngri aldursstigum.
 
Námskeiðið er stutt og verklegt en fræðilegu ívafi. Í námskeiðinu verður farið í einfaldar grunnæfingar sem flest fólk með almenna hreyfigetu ætti að geta framkvæmt. Ekki er þörf á því að þátttakendur séu í afburða líkamlegu ásigkomulagi. 
 
Þátttakendur fá sýn inn í hvernig hægt er að nálgast eða búa til einföld sirkusáhöld. Mikil áhersla er lögð á leiki með hluti sem er grunnur af sirkusheiminum. 
 
Í námskeiðinu verður farið yfir ýmis gildi sirkuss, sirkussögu, hugmyndir á bakvið sirkusæfingar, flæði, einbeitingu og ýmsar sálfræði- og uppeldis kenningar. Þátttakendur kynnast því hvernig hægt er að ná markmiðum aðalnámsskrár grunnskóla með sirkus í kennslu. Sérstök áhersla er lögð á kenningar um ‘flæði’ og ‘áhættu’ í námi barna og ungmenna. 
 
 
Sirkus er verkleg listgrein þar sem við lærum með því að gera, mistakast og ögra.
 
Kennari: Nicholas Candy er bæði kennari og leikari að mennt, ásamt því að hafa starfað sem sirkuslistamaður í áratug. Í kennslu nýtir hann sérhæfða þekkingu sína úr ólíkum listgreinum og blandar saman sirkuslist og leiklist. Nicholas hefur unnið sem fjöllistamaður og leikari í Japan, Ástralíu og á Íslandi. Nick útskrifaðist með meistaragráðu í listkennslu úr Listaháskóla Íslands árið 2017 og hefur síðustu ár kennt fjölbreyttum aldurshópum leiklist, sirkuslist og kvikmyndafræði.
 
 
Staður og stund: Laugarnes, fimmtudagur 16. og föstudagur 17. ágúst frá kl 13- 16.
 
Tímabil: 16. og 17. ágúst 2018.
 
Verð: 15.000.-
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám eða umtalsverð reynsla af starfi með börnum/ ungmennum. Nemum í kennsluréttindanámi er einnig velkomið að sækja námskeiðið.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249