Sara Ósk Rúnarsdóttir
saraoskrunarsdottir [at] gmail.com 

Flæði óreiðunnar í skugganum er nauðsynlegt fyrir innblásturinn og sköpunina. Ég er föst í hugsunum mínum, hugsunum um ástand. 

Hugmyndin er hugsun sem inniheldur meira en maður meðtekur. Þessu stjórnar undirmeðvitundin, hún stýrir mér í svefni sem vöku og varpar sýnum sem eru handan skilnings míns. Hún krefst þess að skynja til þess að skilja, kemur frá heimi sem á ekki til orð. Því er nauðsynlegt að beisla þessa upplifun og varpa henni í verkið, þar fær hún nýtt tungumál. Tungumál sjónrænnar skynjunar. 

 

 

// 

The ever flowing chaos in the shadow is necessary for the inspiration and creation. 

I am stuck in my thoughts, thoughts about the state of mind. 

An idea is a thought that contains more than you receive. This is controlled by the subconscious that leads my way in the state of sleeping as in waking and produces visions that are beyond my comprehension. It requires perception to reach comprehension, it belongs to a world without words. Therefore it is necessary to harness this experience and reflect it onto the work where it gets a new language. A language of visual perception. 

 

Myndtexti: 

 

Verk í vinnslu, 2016 

Stilla úr vídeóverki 

 

Work in progress, 2015 

Video still