Listaháskólinn á í fjölþættu samstarfi við listastofnanir, fyrirtæki, félög og samtök, sveitarfélög og einstaklinga vítt og breitt um landið. Til grundvallar liggur að samstarfið gagnist báðum aðilum og verði til framdráttar í þróun viðkomandi greinar. Skólinn á einnig í samstarfi við aðra háskóla hérlendis sem erlendis í því markmiði að bjóða upp á viðbótarmöguleika til náms, m.a. með þverfaglegu samstarfi milli ólíkra fræðasviða. Þá leggur skólinn áherslu á aukið samstarf við framhaldsskóla og sérskóla á sviðum lista.

Með starfsemi sinni vill skólinn taka virkan þátt í samfélaginu og tengja um leið íslenskan menningargrunn alþjóðlegu umhverfi lista, menningar og atvinnulífs. 

Yfirlit samstarfsverkefna má sjá hér til hægri.