Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim lsem hafa áhuga á að styrkja sig í miðlun með betri raddbeitingu og tjáningu. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 

Þátttakendur takast á við verkefni þar sem reynir á raddbeitingu og framsögn. Tengsl öndunar, líkama og raddar eru könnuð með öndunaræfingum, textavinnu og spuna. Aðferðir leiklistarinnar eru notaðar til að styrkja þátttakendur sem fyrirlesara og kennara.
 
Námsmat: Verkefni, þátttaka og virkni.

Kennari: Þórey Sigþórsdóttir.

Staður og stund: Laugarnes, tími tilkynntur síðar.

Tímabil: Tilkynnt síðar.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum). 

Forkröfur:  BA. gráða eða sambærilegt nám.

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409