Rannsóknanefnd starfar í umboði fagráðs, sem felur nefndinni að fjalla um skilgreind mál sem lúta að rannsóknum og nýsköpun. Ályktanir nefndarinnar ber að leggja undir fagráð til samþykktar og/eða frekari úrvinnslu.

Hlutverk:

  • að stýra innleiðingu nýs gæðakerfis rannsókna og nýsköpunar á fræðasviði lista
  • að styðja við innleiðingu rannsóknastefnu skólans inni í deildum
  • að sinna árlegu mati á afrakstri akademískra starfsmanna, skv. gæðaviðmiðum fyrir rannsóknir og nýsköpun á fræðasviði lista
  • að meta umsóknir um rannsóknaleyfi út frá gæðaviðmiðum um rannsóknir og nýsköpun á fræðasviði lista (sjá: reglur um rannsóknaleyfi),
  • að skipa a.m.k einn fulltrúa ráðstefnunefnd Hugarflugs.

Nefndarfulltrúar

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt listkennsludeildar
Massimo Santanicchia, dósent við hönnunar- og arkitektúrdeild
Bryndís Snæbjörnsdóttir, prófessor við myndlistardeild
Alexander Roberts, lektor við sviðslistadeild
Einar Torfi Einarsson, aðjúnkt í tónsmíðum
Anna Jónsdóttir, tónlistardeild