Fyrir hverja er námskeiðið: Fyrir áhugafólk um tónlist.
 
Rakin verður saga raf- og tölvutónlistar þar sem kynntar verða helstu stefnur og straumar  á því sviði og helstu tónskáld og tónverk sem þar koma við sögu. Í Raftónlistarsögu II verður  farið yfir tímabilið eftir tilkomu tölvunnar, þ.e. frá u.þ.b. 1970. Ekki verður farið djúpt í tónfræði-  eða tækniatriði þannig að þetta námskeið getur vel nýst nemendum úr öðrum deildum en  tónlistardeild. Námskeiðið er á bakkalárstigi.
 
Námsmat:  Ritgerð og virkni.
 
Kennari: Ríkharður H. Friðriksson.
 
Staður og stund: Sölvhólsgata 13, fimmtudaga kl. 10:30-12:10
 
Tímabil: 26. janúar-6. apríl 2017
 
Forkröfur: Stúdentspróf. 
 
Verð: 30.000 (án eininga) / 40.000 (með einingum)
 
Nánari upplýsingar: Elín Anna Ísaksdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: elinanna@lhi.is