Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar listamönnum og kennurum sem hafa hug á því að notast við rafmagnaða tónlist í kennslu/ miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Þátttakendur kynnast rafmögnuðum hljóðfærum og notkun þeirra í kennslu, vinna kennslu- áætlun með markmið aðalnámskrár til hliðsjónar og útsetja lög fyrir rafmagnaða hljómsveit. Einföld upptökuforrit eru kynnt og þátttakendur taka upp hjá hver öðrum.

Námsmat: Verkefni. 

Kennari: Ólafur Schram.

Staður og stund: Sjálandsskóli. Fimmtudagar kl. 16.10- 18.30.

Tímabil: 9. nóvember- 14. desember. 

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum)

Forkröfur: Grunnkunnátta í tónlist. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409