Fornafn: 
Elín Anna Ísaksdóttir

Elín Anna Ísaksdóttir, píanóleikari og píanókennari, lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1992. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í kennslufræðum frá LHÍ en lokaverkefni hennar fjallaði um prófakerfi tónlistarskólanna. Hún lagði stund á píanókennslu í fjölmörg ár, lengst af við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hún starfaði um tíma í hlutastarfi sem sérfræðingur í skólamálum hjá Kennarasambandi Íslands en hefur undanfarin þrjú ár starfað við Listaháskóla Íslands sem verkefnastjóri tónlistardeildar og fagstjóri klassísks kennaranáms á bakkalár- og meistarastigi.

Deild á starfsmannasíðu: