Fornafn: 
Garðar Eyjólfsson
 
Garðar er með BA (honours) gráðu í vöruhönnun frá Central Saints Martins hönnunarskólanum í London og MA (Cum Laude) frá Design Academy Eindhoven. Hann blandar saman samhengis, efnis – og frásagnarrannsóknum í verkum sínum sem leið til að kanna og þýða tíðaranda. Garðar leggur áherslu á nýtingu ólíkra leiða til að miðla hugmyndum sínum, meðal þeirra eru hlutir, rými, vangaveltur, vídeó, gjörningar, tal og skrif.  
 
Garðar vinnur jöfnum höndum að akademískum störfum og á vinnustofu að eigin verkefnum sem geta verið allt frá því að þróa eigin verkefni, sýningarstjórn, veita ráðgjöf á opinberum vettvangi og í einkageiranum og að því að verkefnastýra verkefnum og halda vinnustofur. Garðar skrifar jafnframt í ýmis útgefin rit og tekur þátt í opinberum umræðum, oft í fyrirlestraformi eða í formi umræðna á ráðstefnum, málstofum og í útvarpi.
 
Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: