Fornafn: 
Selma
Eftirnafn: 
Guðmundsdóttir

Motto: Ohne Musik wäre das Leben ein Irrtum. -  (F. Nietzsche)

Fræðimaður.

Rannsóknir mínar eru einkum tengdar efnisskrám tónleika sem ég er að undirbúa hverju sinni. Hef á síðustu árum æ meiri áhuga á nýrri tónlist, sem er oft mjög krefjandi í lestri og túlkun og oft með óhefðbundinni notkun hljóðfærisins. Einnig er ótæmandi rannsóknarvinna tengd því víðfeðma repertoire-i sem ég er með á takteinum hverju sinni í kennslunni. Skrifaði Fil-kand ritgerð við Stokkhólmsháskóla 2002 undir heitinu: Nibelungens Ring och Island – Om betydelsen av isländska myter, metrik och versarter för Richard Wagner. Sem formaður Richard Wagner félagsins á Íslandi stend ég fyrir umfangsmikilli starfsemi með fjölda fyrirlestra, óperuferða og tónleika.

Listamaður:

Hóf píanóleikaraferil minn sem einleikari og hélt tónleika víða hér heima og erlendis, m.a. í Cité International des Arts í París, í Hollandi, Englandi  og á tónleikaferð um Litháen 1992. Lék  einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveitinni í Þrándheimi. Með árunum hefur hugur minn æ meir hneigst til tónleikahalds með öðrum, hef m.a. leikið dúó með Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara í 25 ár á tónleikum víða um heim, hápunktar ef til vill Carnegie Hall 1996 og tónleikaferð til Kína 2011. Einnig leikið dúó með Gunnari Kvaran sellóleikara um langt skeið. Sem meðlimur Kammersveitar Reykjavíkur um árabil tók ég þátt í flutningi margra kammerverka á Íslandi og í tónleikaferðum erlendis, síðast í Concertino fyrir píanó og kammersveit eftir Leos Janacek árið 2009. Píanódúó ásamt Albert Mamriev frá 2010. Sérstök áhersla á flutning tónlistar fyrir skólabörn með hátt í 300 tónleika að baki, ásamt Gunnari Kvaran og fleirum. Hef ástríðufullan áhuga á söng og óperum og hef haldið tónleika með fjölmörgum söngvurum, m.a. Elísabetu Erlingsdóttur, Rut Magnússon, Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Viðari Gunnarssyni, Liu-Frey Rabine og Harald Björköy. Hef gert fjölda af upptökum fyrir RÚV og leikið inn á marga geisladiska, m.a: Einleiksdisk með blönduðu efni, Cantabile og Ljúflingslög ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Elegie og Gunnnar og Selma ásamt Gunnari Kvaran, Miniatures ásamt Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara, Kvöldstund með Mozart ásamt Kammersveit Reykjavíkur o.s.frv. Hef setið í dómnefnd alþjóðlegu píanókeppninnar Neue Sterne í Þýskalandi síðastliðin ár, en keppnin var stofnuð af píanóleikaranum Albert Mamriev árið 2009.

Kennari:

Í upphafi kennsluferils var ég píanóleikari/coach með söngnemendum Tónlistarskólans í Reykjavík. Síðan hef ég verið píanókennari við sama skóla. Við Listaháskólann hóf ég störf 2005 sem píanóleikari/coach við strengja- og söngdeild skólans. Á námsárum í Stokkhólmi lék ég með strengjanemendum Edsberg-tónlistarháskólans þar. Hef einnig hlotið þjálfun sem prófdómari fyrir Prófanefnd tónlistarskólannna og sinni þeim störfum jafnframt kennslu.

Helstu verkefni:

Hljómdiskar og hljómplötur:

 Link \u002D Gunnar og Selma, Geisladiskur ásamt Gunnari Kvaran með rómantískum verkum fyrir selló og píanó 2004 hjá Smekkleysu.

 Link \u002D Kvöldstund með Mozart, píanókvartett í g\u002Dmoll með Kammersveit Reykjavíkur, 1999, Japis hf.

Jórunn Viðar, Þjóðlög fyrir fiðlu og píanó með Laufeyju Sigurðardóttur á geisladiski 1999, Smekkleysa.

Link \u002D Elegía ásamt Gunnari Kvaran sellóleikara 1996, Japis hfLink \u002D Um Elegíu á mbl.is.

 Link \u002D Miniatures ásamt Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara 1995, Spor hf, Link \u002D Um Miniatures á mbl.is.

 Link \u002D Ljúflingslög ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur 1993, Spor hfLink \u002D um Ljúflingslög á mbl.is.

 Link \u002D Cantabile ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur. 1992, Spor hf.

Link \u002D Einleiksdiskur 1992. Spor hfLink \u002D um diskinn á mbl.is.

Engelschorkonzerte in St. Sebald, Nürnberg 1988. (Sónata eftir Debussy f. fiðlu og piano).

Sjónvarpsþættir:

Tónstofan, heimildarmynd um tónlistarkonu, gerð fyrir RÚV-sjónvarp af Lárusi Ými Óskarssyni 1991.

Tíu fingur, meðleikari með Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Gunnari Kvaran í þáttum RÚV-sjónvarps 2009.

Fyrirlestrar og greinaskrá:

2009: Um tónskáldið Jórunni Viðar og sönglög hennar hjá Griegakademiet í Bergen.

2006: Um íslenska tónlist og óperuhefð hjá Listaháskólanum í Gautaborg.

2005: Á málþingi í Bayreuth um norræn áhrif á Richard Wagner.

2005: Um íslenska óperutónlist hjá Griegakademiet i Bergen.

2004: Fyrirlestur um Lúðvík II og Wagner fyrir Wagnerfélagið á Íslandi.

2003: Fyrirlestur fyrir Vinafélag Íslensku óperunnar á norrænu óperuvinamóti.Um Richard Wagner og Ísland.

2002: Grein í efnisskrá Þjóðleikhússins vegna Hollendingsins fljúgandi: Frá óperu til músíkdrama. Richard Wagner – Bakgrunnur og þróun.

1994: Grein í Rit Sigurðar Nordal stofnunarinnar “Wagner’s Ring and its Icelandic Sources”.

1994: Grein í efnisskrá Listahátíðar og Þjóðleikhúss fyrir sýningu Niflungahringsins: Niflungahringurinn til Íslands.

1987: Grein í efnisskrá Íslensku óperunnar um tónmál óperunnar Il Trovatore.

Staða: 
Sérsvið: 
Deild á starfsmannasíðu: