Fornafn: 
Ólöf Nordal

 

Ólöf Nordal bjó lengi og starfaði í Bandaríkjunum þar sem hún nam við Cranbrook listaakademíuna í Michigan og Yale háskólann í Connecticut.

Ólöf hefur unnið með arfinn, söguna og minni þjóðarinnar í verkum sínum á gagnrýninn og greinandi hátt. Listrannsóknir hennar beinast að sjálfsmynd þjóðar á eftir-nýlendutímum, uppruna og endurspeglun þjóðsagnaminna í samtímanum og brotinu sem spegli inn í fortíðina.

Ólöf hefur unnið fjölda verka í almannarými, gert skúlptúra, unnið með 3D kvikun, ljósmyndun og innsetningar, auk þverfaglegrar vinnu með arkitektum, tónskáldum og leikhúsfólki.

Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: