Fyrir hverja er námskeiðið: Söngnemendur.

Námskeiðið er samstarfsverkefni tónlistardeildar LHÍ og Söngskóla Sigurðar Demetz.

Í námskeiðinu er unnið markvisst að því að búa þátttakendur undir áheyrnarprufur. Þátttakendur fá að kynnast því hvernig áheyrnarprufum er háttað, t.d. í tónlistarháskólum, í söngkeppni, fyrir umboðsmenn og óperuhús.

Meðal annars verður kynnt fyrirkomulag kröfur og mismunandi áherslur í mismunandi löndum, s.s. Þýskalandi, Englandi og Bandaríkjunum. Þátttakendur fá þjálfun og reynslu í að fullvinna aríur og söngles (ít. recitativo); samhengi, texta og tónlistar, skoða bakgrunn verksins og persónusköpun.

Farið verður yfir helstu þætti varðandi tónlistarstíl, framburð, textameðferð, líkamsvitund, kvíðastjórnun, söng-, leik- og sviðstækni.

Þátttakendur undirbúa að lágmarki eina aríu og eitt recitatíf að eigin vali til þess að vinna með á námskeiðinu.  Mikilvægt er að þátttakendur kunni tónlistina utanað áður en námskeið hefst.

Námsmat: Í lok námskeiðsins munu nemendur flytja þau verk sem undirbúin eru á námskeiðinu.

Kennari: Þóra Einarsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Bjarni Thor Kristinsson, Hanna Dóra Sturludóttir og Vigdís Másdóttir.

Staður: Nánari upplýsingar síðar.

Tímabil:  Námskeiðið fer fram í þremur lotum.

Kynning og upptaktur: laugardagur 30. september frá 10:00-13:00 og 14:00-17:00

Vinnuhelgi 1:  7.-8. október lau, sun, 10:00-13:00 og 14:00-17:00

Vinnuhelgi 2:  14.- 15 í október lau, sun, 10:00-13:00 og 14:00-17:00

Forkröfur: Nemandi stundi nám á framhaldsstigi í söng, eða söngnám á háskólastigi. Námskeiðið gæti einnig hentað þeim sem þegar hafa lokið námi til endurmenntunar eða til undirbúnings fyrir áheyrnarprufur.

Verð: 30.500 (án eininga) / 40.800 með einingum. 

Nánari upplýsingar: Elín Anna Ísaksdóttir, verkefnisstjóri tónlistardeildar. elinanna@lhi.is.