Hafnartorg Campus

Verið velkomin á Hafnatorg Campus, sýningu á þverfaglegum verkum sem unnin voru í námskeiðinu Samfélag af öðru ári BA-nema í arkitektúr, grafískri hönnun og vöruhönnun við Listaháskóla Íslands.

Þann 7. maí 2022 var viljayfirlýsing undirrituð varðandi framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands sem staðsetur skólann í Tollhúsinu við hlið hins svokallaða Hafnartorgs. Með þessari staðsetningu munu núverandi kerfi innan stofnunarinnar og hverfisins taka breytingum, sameinast, hverfa og verða til.

Hádegisfyrirlestur // Benedikt Kristjánsson

Hádegisfyrirlestur tónlistardeildar
Benedikt Kristjánsson
2.febrúar kl.12:45 í Dynjanda, Skipholti 31.

Fyrsti hádegisfyrirlestur tónlistardeildar LHÍ fer fram í Dynjanda þann 2.febrúar kl.12:45.
Gestur okkar að þessu sinni er söngvarinn Benedikt Kristjánsson. Benedikt mun fjalla um störf sín sem staðarlistamaður í Bonn á Beethoven hátíðinni árið 2022. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

 

Gleym mér ei // röð hádegistónleika í Hafnarhúsinu

Gleym mér ei hádegistónleikaröð
7.febrúar - 20.mars 2024

Nemendur í söng og hljóðfæraleik við tónlistardeild
Listaháskóla Íslands gleðja gesti og gangandi með ljúfum hádegistónum á miðvikudögum í Hafnarhúsinu - Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Tónleikaröðin ber titilinn Gleym mér ei og er fastur liður á hverju misseri. Efnisskráin fléttast í kringum hin ýmsu viðfangsefni hverju sinni allt frá miðaldartónlist til söngleikja nútímans.
Tónleikaröðin er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

Bátur, setning, þriðjudagur // BA myndlistarnemar á Seyðisfirði

Verið velkomin á sýningaropnun myndlistarnema LHÍ í Skaftfelli á föstudaginn 26. janúar klukkan 17.00 til 20.00 í galleríi Skaftfells.
 
Sýningin 'Bátur, setning, þriðjudagur' er afrakstur tveggja vikna dvöl myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands á Seyðisfirði þar sem hópur þriðja árs nema hafa unnið hörðum höndum undir leiðsögn Gunnhildar Hauksdóttur myndlistamanns, sem dvaldi sjálf á Seyðisfirði árið 2001 ásamt samnemendum sínum í LHÍ þegar sambærileg vinnustofudvöl var haldinn í fyrsta sinn undir handleiðslu Björns Roth.