Útskriftartónleikar tónsmíðanema í Kaldalóni 1.maí

Útskriftartónleikar tónsmíðanema
1.maí í Kaldalóni, Hörpu

Útskriftarverk tónsmíðanema við Listaháskóla Íslands verða flutt á þrennum tónleikum í Kaldalóni í Hörpu laugardaginn 1.maí.
Tónskáldin að þessu sinni eru fimm talsins. Þar af eru fjögur þeirra að ljúka bakkalárnámi og eitt þeirra meistaranámi.

Dagskrá //

Kl. 15:00

Útskriftarviðburður listkennsludeildar vorið 2021

Dagana 14. og 15 maí stendur listkennsludeild Listaháskóla Íslands fyrir útskriftarviðburði í Safnaðarheimili Kópavogskirkju og Bókasafni Kópavogs. 

 
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands og þar kynna verðandi kennarar lokaverkefni sín.
 
Í boði eru fjölbreytt erindi og fjölskylduvænar listasmiðjur.
 
Dagskrá er öllu fólki opin; börn ásamt aðstandendum eru sérstaklega boðin velkomin á danssmiðjur á laugardeginum.
 
 
FÖSTUDAGUR 14. MAÍ

Skerpla á Myrkum músíkdögum // Tónleikar og málstofa í beinu streymi

Samstarfsverkefni Skerplu, The International Contemporary Ensemble, Tri-Centric Foundation og Nokia Bell Labs Experiments in Art and Technology. 

20.apríl kl.23:00 - Málstofa um verk Anthony Braxton.
21.apríl kl.21:00 - Tónleikar í beinu streymi frá Hörpu. 
Á dagskrá eru verk eftir Anthony Braxton og Bergrúnu Snæbjörnsdóttur.

Sneiðmynd | Helga Lára Halldórsdóttir

MAPPING THEORY THROUGH PRACTICE - THE LOGIC OF SUCCESS AND FAILURE

Fatahönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands og MFA í fatahönnun frá Textilhögskolan í Borås. Frá því að hún útskrifaðist 2018 hefur Helga verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík.
 

Ársfundur Listaháskólans 2021

LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS BOÐAR TIL ÁRSFUNDAR MIÐVIKUDAGINN 21. APRÍL KL. 16.00.

 
Á fundinum kynna stjórnendur skólans starfsemi hans og rekstur. Fyrirspurnir og umræður.
 
Fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundabúnað.
 
Vinsamlega skráið þátttöku með því að senda póst á lhi [at] lhi.is

.
Fundurinn er öllum opinn.
 
Stjórn Listaháskóla Íslands