Námsráðgjöf hefur það að markmiði að efla vitund einstaklinga um viðhorf sín, áhuga og hæfileika þannig að þeir fái notið sín í námi. Námsráðgjafi  er trúnaðarmaður nemenda og þar gefst nemendum kostur á að bera upp erindi sín. Námsráðgjafi sér einnig um aðstoðarkerfi fyrir nemendur sem þurfa á sértækum úrræðum að halda í lokaprófum svo sem vegna sértækra námsörðugleika eins og lesblindu eða annarra hamlana. Það er ábyrgð nemenda að upplýsa námsráðgjafa um hamlanir sínar þegar þeir hefja nám í Listaháskólanum.

Nemendur geta leitað til Bjargar J. Birgisdóttur sem sinnir námsráðgjöf.

Nemendum er bent á að leita til fagstjóra varðandi málefni sem upp koma í náminu. Deildarfulltrúar veita aðstoð og upplýsingar um einingafjölda og námsframvindu. Hægt er að bera upp erindi og ræða í trúnaði við trúnaðarmann nemenda.

Trúnaðarmaður nemenda er: Björg Jóna Birgisdóttir

 

Student Counsellor

Björg Jóna Birgisdóttir