Meistaranám í hönnun

Í meistaranámi í hönnun er fjallað um ólíka veruleika og valkosti og sjónum beint að lifandi sambandi þess hlutbundna og þess óhlutbundna. Í náminu er unnið markvisst með sérkenni Íslands í því skyni að skilja umheiminn og ólíkar tengingar milli hins staðbundna og þess alþjóðlega. Við bjóðum fólki úr ólíkum greinum, hönnun, listum, vísindum og hugvísindum til að slást í för með okkur á ókannaðar slóðir. Meistaranám í hönnun við Listaháskóla Íslands byggir á tilraunakenndum vinnustofum, nánd við viðfangsefni og persónulegri leiðsögn. Yrkisefni ímyndunaraflins og raunveruleg og aðkallandi verkefni í samtímanum eru höfð að leiðarljósi þar sem viðfangsefni námsins snúa að hönnun annarra veruleika, áður óþekktra valkosta og framtíðarmöguleika. 

Garðar Eyjólfsson og Thomas Pausz, eru fagstjórar námsins.

Nafn brautar: Meistaranám í hönnun
Nafn gráðu: MA
Einingar: 120 ECTS
Lengd náms: 4 annir – 2 ár
Líf-/jarðhermunar kennslu- og námsaðferð: Stærðfræði opnar dyr að þverfaglegri þekkingu
Virk myndbirting veðurs
Samband