Leikarinn sem höfundur - 3.ár leikara

Námskeiðið Leikarinn sem höfundur byggist á því að nemendur takast á við verkefni sem reyna á færni þeirra í skapandi og fræðilegum vinnubrögðum, skilningi og yfirsýn. Í námskeiðinu hafa nemendur unnið sjálfstætt undir handleiðslu Hilmis Jenssonar og er samvinnuverkefni deildarinnar með nemendum í Ritlist Háskóla Íslands að því að búa til einstaklingsverkefni sem þeir telja að endurspegli þá best sem listamenn í samhengi við sviðslistir samtímans. Nemendur hafa frjálsar hendur við val á viðfangsefni og nálgun og eru því ekki bundnir við fyrirfram gefið form eða innihald.

Opinn fyrirlestur: Anna Líndal

Föstudaginn 16. febrúar kl. 13.00 mun Anna Líndal halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Í fyrirlestrinum mun Anna Líndal sýna valin myndlistarverk frá sl. 25 árum, með sérstakri áherslu á vettvangsferðir. Sagt verður frá leiðangrum með Jöklarannsóknarfélaginu í Grímsvötn í Vatnajökli, leiðangri á Grænlandsjökul 2015, Surtsey 2014, 2017 og verkum sem urðu til í kjölfarið á þessum ferðum.

Mánudagsmildileiki

Söngnemar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands bjóða til tónleika í Langholtskirkju mánudaginn 12. febrúar klukkan 18.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin.
 
Á efnisskrá er tónlist eftir J.S. Bach, Gabriel Fauré, Felix Mendelsshon og W.A. Mozart. Verkin koma flest úr mikilfenglegum óratoríum, passíum og kantötum, samin við texta úr Biblíunni og spanna allan tilfinningaskalann.
 

Fjáröflunartónleikar fyrir Englandsferð LHÍ kórsins

Tónleikar með kór tónlistardeildar Listaháskóla Íslands í Háteigskirkju miðvikudagskvöldið 7. febrúar klukkan 20. Á efnisskrá eru kórverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Hafliða Hallgrímsson, Jón Ásgeirsson, Tryggva M. Baldvinsson og fleiri. Stjórnandi LHÍ-kórsins er Sigurður Halldórsson.

Tilefnið er tónleikar í England síðar í mánuðinum og eru tónleikarnir liður í fjáröflun kórsins fyrir ferðina. 

Miðaverð 2000 krónur. Einungis er tekið við reiðufé. 

Öll velkomin

-----------