MA hönnun hefur hlotið styrk frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar fyrir verkefninu Hönnun og náttúra.
 

Tveir námsstyrkir fyrir skólagjöldum eru í boði til MA nema í hönnun við Listaháskólann sem hefja nám haustið 2016. Tekið er við umsóknum til 12. ágúst. Styrkir eru veittir til að vinna að hönnunarverkefnum er varða náttúru og hálendi Íslands.  

Að móta sýn um hvernig við viljum miðla skilningi á og umgangast víðáttumikið og fjölbreytt landslag á Íslandi er eitt mikilvægasta hönnunarverkefni samtímans. Aðferðir hönnunar bjóða upp leiðir til að þróa nýjar laustnir fyrir verndun náttúru Íslands og / eða stofnun hálendisþjóðgarðs. Verkefnið Hönnun og náttúra hefur að markmiði að efla vettvang fyrir samvinnu ólíkra aðila og skapa tengsl við innviði og viðeigandi stofnanir, auk annarra háskóla og rannsóknarstofnana er gætu tengst verkefninu. 

Sérstaða Íslands í hnattrænu samhengi er mikil. Það verður sífellt mikilvægara að þróa skilning á þessari sérstöðu og þróa leiðir er varða inngrip í þetta samhengi og sem samræmast kröfum samtímans um verndun náttúru en jafnframt væntingum um aukið aðgengi. Nemendur eru hvattir til að móta tillögur er varða aðkallandi viðfangsefni í tengslum við náttúru og hálendi Íslands. 

Meistaranám í hönnun er fullt tveggja ára nám til 120 eininga og lýkur með MA-gráðu í hönnun. Miðað er við að nemendur ljúki 30 einingum af fræðilegu og verklegu námi á hverri önn. Verklegt nám skiptist í Hönnunarteymi, þematengda hópverkefnavinnu í vinnustofu og hins vegar EinstaklingsverkefniVerkefni unnin í Hönnunarteymisnámskeiði  og / eða Einstaklingsverkefnisnámskeiði geta orðið að MA verkefni. Styrkveiting lýtur sérstaklega að Einstaklingsverkefnum sem nemendur þróa undir leiðsögn kennara deildarinnar. Einstaklingsverkefni geta leitt til meistarverkefnis sem samanstendur af verki auk meistararitgerðar og greinargerðar um lokaverk. Sjá frekari upplýsingar um námið á slóðinni http://www.lhi.is/um-namid-0.

Styrkveiting er gerð möguleg með tilstuðlan Náttúruverndarsjóðs Pálma.

Frekari upplýsingar veita:
Dóra Ísleifsdóttir prófessor og fagstjóri MA náms í hönnun dora [at] lhi.is


og Sigrún Birgisdóttir deildarforseti sigrunbirgis [at] lhi.is

 

The MA programme in Design has received a grant from the Pálmi Jónsson Conservation Fund for the project Nature and Design. 
 

Two scholarships covering tuition fees are available to MA students in Design at the IAA who commence their studies in the 2016 fall semester. The application deadline is 12 August. The scholarships are aimed at design projects that relate to Iceland’s natural environment and highlands. 

One of the most important design challenges of our era is to formulate a vision on how we want to communicate our understanding and treatment of Iceland´s vast and diverse landscape. The methods of design offer novel ways to develop innovative solutions for the conservation of the Icelandic natural environment, and/or the foundation of a National Highland Park. The objective of the Nature and Design project is to create a collaborative venue for different agencies and establish connections between the appropriate institutions, universities and other research centers that might relate to the project. 

In a global context Iceland occupies a particular position. It has become ever more important to develop our understanding of this particularity and to devise new methods for approaching the situation that cohere not only with the present demand for nature conservancy, but also with the demand for increased access to the natural environment. Students are encouraged to develop proposals that focus on pressing concerns that relate to the natural environment and highlands of Iceland. 

The MA programme in Design is a full-time, 120 ECTS two-year course of study which completion awards an MA degree in Design. Each semester students are expected to complete 30 ECTS of theoretical and practical courses. The practical element of the course is divided in two parts: a Design Team, a theme-related studio group course, and an Individual Project. Projects completed in the Design Team course as well as in the Individual Project course can be further developed as MA projects. The tuition scholarship is particularly focused on Individual Projects that students develop with the guidance of a faculty member. Individual Projects can also be developed as an MA project that is composed of the actual project as well as a dissertation and a report on the final project. For further information see the link http://www.lhi.is/um-namid-0.

This grant is made possible by the Pálmi Jónsson Conservation Fund. 

For further information please contact: 
Dóra Ísleifsdóttir, Professor and Programme Director for the MA programme in Design dora [at] lhi.is


And Sigrún Birgisdóttir, Dean of the Department sigrunbirgis [at] lhi.is