Starfið er fjölbreytt og krefjandi í kraftmiklu umhverfi Listaháskólans. Um er að ræða fullt starf til framtíðar.

Helstu verkefni eru að vinna markvisst að því að efla og hlúa að upplýsingalæsi nemenda og kennara með kennslu í upplýsingaleitum og heimildavinnu. Að auki hefur viðkomandi umsjón með millisafnalánum bókasafnsins, skráir lokaritgerðir í Skemmuna í lok skólaársins auk safnefnis í Gegni ef þurfa þykir. Starfið felur einnig í sér þátttöku í samstarfi listbókasafna hér innanlands sem og erlendis.  

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði

Reynsla af notkun ALEPH bókasafnskerfisins 

Mjög góð tölvukunnátta 

Reynsla af og þekking á gagnasafna- og vefleitum

Áhugi og þekking á vef- og samfélagsmiðlum

Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti

Góð kunnátta í ensku í ræðu og riti

Áhugi á listum og menningu

Jákvæðni í samskiptum og frumkvæði í starfi

Frekari upplýsingar veitir Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona bókasafns Listaháskóla Íslands,  eða í síma 545 2220. Umsóknir berist á netfangið  merktar Upplýsingafræðingur. Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2012.

Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna þeim öllum.