Skýrslan ber yfirskriftina Skapandi greinar – sýn til framtíðar og í henni eru settar fram beinskeyttar tillögur að bættu starfsumhverfi skapandi greina, eftir ítarlega úttekt og greiningu á stöðunni.

Í skýrslunni er lögð sérstök áhersla á mikilvægi þess að efla list- og starfsmenntun á öllum stigum skólakerfisins en jafnframt er því haldið fram að fjölgun menntunartækifæra á meistarastigi sé eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld standi frammi fyrir að svo stöddu. Þá er lögð áhersla á að efla rannsóknir á sviðinu og bent á nauðsyn þess að styðja við uppbyggingu þekkingar til að styrkja stoðir skapandi greina í menningarlífi, atvinnulífi og í fræðasamfélaginu. Hópurinn bendir þannig á nauðsyn þess að skapandi greinar öðlist sess innan rannsóknasamfélagsins og leggur fram tillögu um að komið verði á fót sérstökum sjóði fyrir skapandi greinar, sem vistaður yrði hjá Rannsóknaráði Íslands.

Listaháskólinn fagnar þessum tillögum og skýrslunni í heild sinni. Útgáfa hennar styður vel við þá uppbyggingu og þróun sem hefur átt sér stað innan skólans undanfarin ár, hvort sem er á sviði kennslu, rannsókna eða hinna ýmsu verkefna sem skólinn tekur þátt í í samstarfi við opinberar menningarstofnanir, félagasamtök, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög í landinu. 

Skýrsluna má nálgast hér.

File \u002D Skapandi greinar\u002DSýn til framtíðar