Leitað er eftir einstaklingi sem er virkur í rannsóknum og fræðiskrifum, hefur umtalsverða kennslureynslu og hefur leiðbeint háskólanemendum við ritgerðarskrif. Það er skilyrði að umsækjandi hafi meistarapróf á sviði hugvísinda eða félagsvísinda.

Starfið felur í sér kennslu á viðkomandi sérsviði, þjálfun í akademískum vinnubrögðum og leiðsögn við skrif lokaritgerða. Til sérsviðs teljast námskeið á sviði hönnunarfræða, hönnunarsögu eða efnismenningar.Rektor ræður í starfið í samráði við deildarforseta. Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi frá og með 1. ágúst 2012.

Umsóknir skulu merktar viðkomandi starfi og sendar deildarforseta, Jóhannesi Þórðarsyni, Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, 105 Reykjavík, eigi síðar en 5. júlí næstkomandi

Nánari upplýsingar