Í haust munu valinkunnir einstaklingar á sviði myndlistar verða kallaðir til leiks í því augnamiði að miðla af þekkingu sinni og reynslu af listum og samtímamenningu. Boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra þar sem lista- og fræðimenn fjalla um vinnu sína og verk og staðsetja í fagumhverfi myndlistar samtímans.
 
Á ári hverju heldur fjöldi lista- og fræðimanna erindi um verk sín og hugmyndir á fyrirlestrum í myndlistardeild. Fyrirlestrarnir eru opnir almenningi og er ætlað að kynna margþætt viðfangsefni úr heimi lista og samtímamenningar og hvetja til umræðu. Fyrirlestrarnir eru mikilvægur þáttur í starfsemi deildarinnar og eru ætlaðir til að efla tengsl milli nemenda og starfandi lista- og fræðimanna. 
 
Fyrirlestrar á haustmisseri 2016 verða eftirfarandi:
  • 26. ágúst kl. 13 - Páll Haukur Björnsson
  • 2. september kl. 13 - Jens Olaf Lasthein
  • 30. september kl. 14 - Neil Mulholland og Norman Hogg / Confraternity of Neoflagellants
  • 7. október kl. 13 - Mika Hannula
  • 18. nóvember kl. 13 - Ólöf Nordal

Fyrirlestrar í myndlistardeild fara fram í fyrirlestrarsalnum að Laugarnesvegi 91. Þeir eru opnir almenningi og er aðgangur ókeypis.