Bakkalárnám á leikarabraut

Ákveðið hefur verið að taka inn nemendur íá leikarabraut sem er nú þriggja ára nám sem lýkur með BA gráðu í leiklist. Í leikaranámi fá nemendur góða undirstöðu í tæknigreinum, leiklistarsögu og leiktúlkun þar sem tekið er mið af kenningum Stanislavski. Nemendur taka þátt í fjölmörgum verkefnum í Nemendaleikhúsinu. 

Opið er fyrir umsóknir á leikarabraut er til 25. janúar.

Nánari upplýsingar um námið, inntökuskilyrði og inntökuferli

Diplomanám  á meistarastigi í leiktúlkun

Diplómanám í leiktúlkun við Listaháskóla Íslands er ný námsbraut sem er opin þeim sem lokið hafa BA gráðu  í leiklist. Námið er eins árs starfsnám sem beinist að því að nemandinn bæti tækni sína og kunnáttu í gegnum starf í atvinnuumhverfi sviðslista. Námið er starfrækt í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið þar sem nemandinn gengur inn í leikhóp hússins og tekur þátt í atvinnuuppfærslum á vegum þess. Í starfsnáminu njóta nemendur leiðsagnar kennara leiklistar-og dansdeildar  í leiktúlkun, rannsóknaraðferðum og tækni auk leiðsagnar mentors úr röðum listamanna leikhússins.

Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2012

Nánari upplýsingar um námið og inntökuferli