Dagana 9. og 10. september var haldin vinnusmiðja í túlkunaraðferð sem nefnist Kurotus í bland við minningaaðferðir. Kennari smiðjunnar var Dr. Seija Ulkuniemi.

Dr. Seija Ulkuniemi er finnskur listamaður, kennari og rannsakandi og hefur kennt á ýmsum skólastigum og er prófessor í listkennslu við Lista og hönnunardeild Háskólans í Lapplandi (Rovaniemi). Hún hefur unnið með myndmál, ljósmyndir í myndlist og myndræn samskipti.

Þátttakendur, sem eru starfandi kennarar, unnu með eigin ljósmyndir og túlkuðu þær á listrænan hátt í samskiptum við aðra þátttakendur. Aðferðirnar hentar í ýmiskonar vinnu í kennslu og námi og hentar sérstaklega vel til að efla samskipti og traust milli fólks. Smiðjan var haldin af rannsóknarstofu um listkennslu í listkennsludeild Listaháskóla Íslands.