Tónsmíðanemendur og kennarar Norænna og baltneskra tónlistarháskóla komu
 saman í þriðja sinn í Vilnius í Litháen, dagana 16.-29.apríl.  Þessi
viðburður nefnist „Music Laboratory Process“ og samanstendur af
tónleikum, fyrirlestrum og einkakennslu.  

Frumflutt voru verk eftir
nemendur en Bára Gísladóttir, BA nemandi í tónsmíðum var fulltrúi
Listaháskólans að þessu sinni. 

Ellefu tónlistarháskólar taka þátt í
þessum viðburði.  Þetta eru auk tónlistardeildar Listaháskólans: 

  • Lithuanian Academy of Music and Theatre, 
  • Sibelius Academy í Helsinki, 
  • School of Music í Tampere University of Applied Sciences, 
  • Latvian
    Academy of Music, 
  • Norwegian Academy of Music, 
  • Academy of Music and Drama
    í Gautaborg, 
  • Institute of Music and Media í Luleå, 
  • Malmö Academy of
    Music og 
  • Royal College of Music í Stokkhólmi. 

Hægt er að finna frekari
upplýsingar um Process á heimasíðu verkefnisins, www.procesas.net