Nemendur listkennsludeildar, þær Kristín Þóra Guðbjartsdóttir og Arite Fricke, skipulögðu og kenndu fjölskyldusmiðjur í Safnahúsinu nú á vormisseri í samstarfi við Jóhönnu Bergmann safnkennara Þjóðminjasafnsins.
Báðar hafa þær Kristín og Arite reynslu af slíkri vinnu sem þær nýttu til þess að skipuleggja smiðjurnar fjórar í tengslum við sýninguna Sjónarhorn.
Smiðjurnar voru:

21. febrúar. Sendibréfasmiðja
20. mars. Galdrastafasmiðja 
17. apríl. Landakortasmiðja
22. maí. Flugdrekasmiðja

Fjölskyldumiðjurnar heppnuðust vel og að sögn starfsfólks Safnahússins hafa þær hleypt auknu lífi í húsið þá sunnudaga sem þær hafa farið fram. Þátttakendur voru á ýmsum aldri og börn og fullorðnir skemmtu sér vel.

Í byrjun árs hófst samstarf á milli Þjóðminjasafns Íslands, sem rekur sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu, og listkennsludeildar Listaháskóla Íslands um dagskrá fyrir fjölskyldur í tengslum við Sjónarhorn. Þessi fyrsta tilraun á samstarfi lofar góðu og hafa hugmyndir um áframhaldandi samstarf verið ræddar t.a.m. í formi sýninga, fræðslu til nemenda og ýmiskonar verkefnavinnu.

Ljósmynd: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir