Þetta eru:

  • Listaháskóli Íslands fyrir stúdenta- og starfsmannaskipti
  • Háskólasetur Vestfjarða fyrir íslenskunámskeið

Listaháskóli Íslands hefur verið mjög virkur þátttakandi í Erasmus allt frá stofnun skólans. Til marks um þetta má bera saman hversu mikið af Erasmus úthlutun Íslands fer í hlut skólans miðað við fjölda nemenda. Listaháskóli Íslands hefur hér algjöra sérstöðu miðað við aðra íslenska háskóla. Árið 2011 er LHÍ með 2,4% af skráðum nemendum en fær 13% af heildarúthlutun. Úthlutun skólans er því rúmlega fimmföld miðað við stærð og miðað við aðra skóla.

Ákvörðunin um verðlaunin er tekin á grundvelli niðurstaðna sérstakrar úttektar sem gerð er á alþjóðastarfi háskólanna. Úttektin sýnir að framkvæmd stúdenta- og starfsmannaskipta er til algjörrar fyrirmyndar í Listaháskólanum.  Það felur m.a. í sér kynningu á Erasmus stúdenta- og starfsmannaskiptum fyrir nemendum og starfsmönnum, miðlun reynslu þeirra sem hafa farið utan, móttaka þeirra sem koma til skólans, og almenna umsýslu með starfinu.

Í öllum deildum skólans er lögð mikil áhersla á alþjóðlegt samstarf. Til að mynda  eru tvær námsbrautir í leiklistar- og dansdeild þar sem skiptinám eða starfsnám í eina önn er hluti af skyldueiningum til BA prófs,  og í myndlistardeild þá er reynslusögum Erasmus stúdenta fléttað inn í samræðutíma sem ná til allra nemenda deildarinnar. Skólinn hefur markvisst kynnt möguleikann á Erasmus starfsnámi og með markvissum hætti hvatt nemendur sína og starfsmenn til að nýta þá kosti sem samstarfið býður upp á. Skólinn hefur mótað skýra alþjóðastefnu sem tekur mið að þörfum námsins og stofnunarinnar og þeim miklu möguleikum sem bjóðast til alþjóðlegs samstarfs í hverri listgrein og þvert yfir greinar.

Á meðfylgjandi mynd eru skiptistúdentar úr myndlistardeild og leiklistar- og dansdeild.  Frá vinstri: Gintaré Maciulskyte frá LHÍ, Alice Guittard frá Villa-Arson listaháskólanum í Nice, Ville Koskivaara frá TEAK leiklistarháskólanum í Helsinki, Adrian Galindo Rami frá háskólanum í Barcelona og Lysander Rohringer frá UdK listaháskólanum í Berlín.