FLH og Sviðslistadeild LHÍ kalla eftir hugmyndum að útskriftarverkefni leikarabrautar sem sýnt verður vorið 2018. Leikhópurinn samanstendur af 10 leikurum, 5 körlum og 5 konum. 
 

Umsókn skal innihalda:

  • Hugmynd að verki (2-4 blaðsíður) sem gefur góða heildarmynd og inniheldur upplýsingar um efnivið, sögudrög (synposis), byggingu verksins og persónulýsingar.
  • Tvær útskrifaðar senur sem endurspegla vel efnistök, dramatísk átök persóna, kringumstæður og heim verksins. 
  • Greinargerð höfundar með upplýsingum um hvers konar verk ræðir, frásagnaraðferð, stíll og annað sem höfundi þykir skipta máli.
  • Ferilskrá höfundar.

Ein hugmynd verður valin með fyrirvara um að innsendar hugmyndir standist gæðamat dómnefndar. Í framhaldinu verður höfundurinn ráðinn til að fullvinna verk fyrir leikhópinn. Reiknað er með að verklok séu 1.september 2017

Umsóknir berist með tölvupósti merktum, Leikritasamkeppni 2016 á svidslist [at] lhi.is

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Knútsdóttir deildarforseti sviðslistadeildar steinunnknuts [at] lhi.is

 Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2017.