Nemendur á 1. ári í arkitektúr hafa undanfarinn mánuð verið að vinna verkefni um byggingu innsetninga í Öskjuhlíð undir stjórn Björns Guðbrandssonar arkitekts. Viðfangsefni nemenda var að velta fyrir sér hvernig hugmyndafræðilegur sproti þróast yfir í fullbyggt mannvirki. Nemendur unnu ýmsa greiningar- og þróunarvinnu á staðnum meðal annars með því að rannsaka ýmsar hreyfingar og athafnir sem tengjast Öskjuhlíðinni. Áhersla var lögð á mikilvægi þess að útfæra hugmyndafræðina að baki innsetningarinnar og nýta til að skapa samfellt ferli hönnunar frá frumhugmynd yfir í tæknilegar útfærslur allt niður í minnstu smáatriði. Afraksturinn frá þessum rannsóknum og innsetningum mátti sjá í innsetningum sem fóru upp föstudaginn 13. maí og stóðu fram á miðvikudag 18. maí.

Nemendurnir smíðuðu öll sín verk sjálf en með mismunandi hætti og efnum. Öllum er velkomið að kíkja og sjást staðsetningar verkanna á kortinu.