Námskeiðin eru öll á meistarastigi og geta þátttakendur valið hvort þeir taka námskeiðin til eininga eða  ekki.

Fyrir hverja eru námskeiðin?

Námskeiðin eru fyrir listkennara og listafólk með að minnsta kosti grunngráðu (BA eða B.Ed.) annað hvort í kennslu eða listgrein.

Verð:

  • 2ja eininga námskeið – 22.000 kr. (án eininga) – 33.000 kr. (með einingum)
  • 4ra eininga námskeið– 33.000 kr. (án eininga) – 44.000 kr. (með einingum)
  • 6 eininga námskeið – 44.000 kr. (án eininga) – 55.000 kr. (með einingum)

Skráning

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á Vigdísi Jakobsdóttur, . Fyrirspurnir um námskeiðin má senda á sama netfang. Skráning telst fullgild og staðfest þegar skráningargjald hefur verið greitt.

Námskeiðin

Hér fyrir neðan má sjá þau námskeið sem eru í boði á vorönn 2013, en mögulega bætast fleiri námskeið við síðar.
Ath. dagsetningar og tímasetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar!

Öll námskeiðin fara fram í húsnæði Listkennsludeildar LHÍ í Laugarnesi

LISTIR OG MENNING (6 ECTS)

Námskeiðið er í tveimur lotum: miðvikudaga kl. 13-16 frá 9 janúar til 6. febrúar  og 27. febrúar til 13. mars.

Námskeiðið er menningarfræðilegt og fjallað verður um stöðu lista og menningar í samfélaginu, með sérstöku tilliti til sögulegs samhengis. Áherslan er annars vegar á þverfagleika, samspili listgreina og fræðigreina og hins vegar á viðtökur, upplifun og túlkun listar og menningar í sögulegu og menningarlegu samhengi.
Námsmat: Verkefni, þátttaka og virkni
Umsjónarkennari: Jón Bergmann Kjartansson

LISTIR OG SAMFÉLAG (4-6 ECTS)

Miðvikudaga kl. 13.00-16.00
9. janúar – 13. mars 2013

Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á að víkka hugmyndir nemenda um miðlun menningar utan hefðbundins kennslurýmis, nýjar leiðir í listkennslu og á að finna þeim farvegi í samfélaginu. Nemendur rannsaka ólíkar stofnanir, rými og söfn sem tengja má menningarmiðlun og skoða og ræða ólíkar miðlunarleiðir þeim tengdum.
2 viðbótareiningar: Nemendum gefst kostur á að vinna tveggja eininga verkefni á vettvangi og bæta þeim við einingarnar fjórar sem felast í námskeiðinu sem lýst er að ofan. Verkefnið felst í verklegri útfærslu á lokaverkefni áfangans.

Námsmat: Símat og verkefni 
Umsjónarkennari: Upplýsingar síðar

AÐFERÐIR LEIKLISTAR Í KENNSLU  (2 ECTS)

Fimmtudaga kl. 9.20- 11.20
10. – 31. janúar 2013 

Á námskeiðinu kynnast nemendur fjölbreyttum kennsluháttum og kennsluleiðum. Þeir kynnast  kennslufræði leiklistar og tengslum hennar við nám og kennslu. Nemendur læra að beyta aðferðum leiklistar þegar nálgast á viðfangsefni og fá innsýn inn í hvernig tengja má þær við allar listgreinar. Nemendur fá verklega kennslu í aðferðum leiklistar, spreyta sig á margvíslegum verkefnum, auk þess sem þeir fá sýnikennslu í grunnskóla á því hvernig kennsluaðferðir leiklistar geta tengst námsefni. Fjallað verður um gildi og notkun leikja í skólastarfi og tengsl þeirra við nám. Nemendur kynnast lesefni innan listmenntunar þar sem fjallað er um helstu kenningar um gildi lista í námi. Að auki kynnast nemendur fjölbreyttum námsmatsaðferðum í leiklistarkennslu.

Námsmat: Verkefni, þátttaka og virkni í tímum
Umsjónarkennari: Ása Helga Ragnarsdóttir

HLJÓÐFÆRAGERÐ (2 ECTS)

Miðvikudag 20. mars kl. 16-19 - Fimmtudag 21. mars kl. 16-19
Föstudag 22. mars 10-16 - Laugardag 23. mars kl. 10-14

Verklegur kynningaráfangi í hljóðfæragerð og notkun hljóðfæra í kennslu. Þátttakendur fá að búa til einföld hljóðfæri sjálfir og kynnast leiðum til þess að beita þeim í skapandi verkefnum í skólastofunni þar sem meðal annars er unnið út frá sjónlistum og leikrænni frásögn.

Leiðbeinandinn Peter Kus kemur frá Slóveníu, þar sem hann býr og starfar jöfnum höndum sem tónskáld, leikhúslistamaður og kennari.

Ath. kennsla fer fram á ensku.