Bryndís Snæbjörnsdóttir, prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands er aðalfyrirlesari á ráðstefnunni Animal Encounters í Erlangen, Þýskalandi sem fer fram 25. – 27. nóvember. Þar mun hún, ásamt Mark Wilson, flytja fyrirlesturinn Untying the knots: Relational Art and the Meetings of Species.

Á ráðstefnunni er fjallað um samfund manna og dýra þar sem fengnir eru til fagaðilar í fræðum bókmennta, sjónmenningar, kvikmynda, fjölmiðlunar og tónlistar ásamt dýraheimspekingum og dýrafræðingum.

Frekari upplýsingar má nálgast á animal-encounters.de