Listaháskóli Íslands óskar Bryndísi Björgvinsdóttur, aðjúnkt og fagstjóra í fræðum við Hönnunar- og arkitektúrdeild skólans, innilega til hamingju með verðlaunaþrennuna.

 

Bók Bryndísar, Hafnfirðingabrandarinn, er nú margverlaunuð en um helgina hlaut Bryndís Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 sem afhent voru á Bessastöðum. Auk þess hafði hún áður hlotið Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, og Bóksalaverðlaunin, sem veitt eru af Félagi starfsfólks bókaverslana.